Odoo CMS - a big picture
Odoo - Sample 1 for three columns

Sonatural

Sonatural er magverðlaunaður safi, framleiddur í Portúgal. Fyrirtækið er leiðandi í Evrópu í framleiðslu á kaldpressuðum og HPP (high pressure  processing) safa. 

Odoo - Sample 2 for three columns

Ekkert viðbætt

Það er ENGIN viðbættur sykur né þykkni og ekkert viðbætt vatn í safanum. Auk þess eru engin bindiefni, rotvarnarefni né GMO í safanum.

Odoo - Sample 3 for three columns

100% náttúrulegur

Það sem einkennir Sonatural safann er hið náttúrulega bragð og tær litur, þar sem einungis er notast við náttúrulega og ferska uppskeru ávaxata og grænmetis.

Odoo CMS - a big picture

Sonatural safahreinsun

Hægt er að sækja safahreinsun samdægurs.
Einnig er hægt að fá pakka senda hvort sem þú býrð á höfuðborgarsvæðinu eða úti á landi. 

Við erum að Eyrartröð 2a, 220 Hfj, - húsið er merkt Dagný & Co.  
Opið alla virka daga kl. 08-17 
Sími: 553 4060 - pantanir@sonatural.is


Odoo CMS - a big picture
Odoo image and text block

Sá sterki! - Engifersafi

Engifer og epli er mögnuð blanda! 

Það er eitthvað sem gerir þennan safa að söluhæstu vöru allra tíma. Safinn er B, C & E vítamín ríkur, og í þokkabót manganese-, selíum-, járn-, trefja- & magnesíum ríkur sem stjórnar blóðsykri og orkuframleiðslu. Vinnur gegn uppsöfnuðum sindurefnum í líkamanum eftir erfiðar æfingar og mikla tölvuvinnu. Rífur mann upp með stæl á morgnanna.

Nettó innihald: 400 ml

Innihald:  Engifer og epli.

Næringarefni í 100 ml : Orka 50kcal, Prótein 0,7g , Kolvetni 10,4g (þar af ávaxtasykur 8,8g), Trefjar 3g , Fita 0,3g (þar af mettuð fita 0,1g), Natríum <0,1g


 

Odoo image and text block

Sá fríski! - Sítrónu & mintsafi

Frábær íþróttadrykkur sem svalar þorstanum.

Gjarnan kallaður partýdrykkur því mintuflögurnar dansa um í safanum. Þessi drykkur er stútfullur af C vítamínum, andoxunarefnum, kalíum og fosfór. Hjálpar til við að endurnýja og hreinsa húðina og losa okkur við óæskileg sindurefni í líkamanum. Einnig góður gegn kvefi og getur bætt meltinguna. Sannkallaður kjarnadrykkur.

Nettó innihald: 400 ml

Innihald: Sítróna, minta og epli.

Næringarefni í 100 ml : Orka 5 5 kcal, Prótein <0,5g, Kolvetni 14 g (þar af ávaxtasykur 14 g ), Trefjar 1,5 g, Fita 0,5g (þar af mettuð fita 0,01g ), Natríum 0,01g


 

Odoo image and text block

Þau hundrað prósentin! - Appelsínusafi

Appelsínusafinn frá Sonatural er 100% hreinn appelsínusafi!

Einn sá allra besti í bænum. Safinn er stútfullur af C-vítamíni, kalki, kalíum, andoxunar-efnum og er þ.a.l. styrkjandi fyrir ónæmiskerfið. Gott fyrir húð, tennur, bein og brjósk. Trefjaríkur safi sem slær á sætuþörf og hjálpar til í þyngdarstjórnun.

Nettó innihald: 400 ml

Innihald:  100% appelsínusafi.

Næringarefni í 100 ml: Orka 37kcal, Prótein 0,2g, Kolvetni 8,7g (þar af ávaxtasykur 8,7g), Trefjar 3g, Fita 0,1g (þar af mettuð fita <0,1g), Natríum <0,2g


 

Odoo image and text block

Sá saðsami! – Avokadósafi

Það er svo gott að grípa þennan með sér t.d. í hádeginu! 

Avokadósafinn er ríkur af B & E vítamínum, járni, trefjum og andoxunarefnum. Safinn hefur góð áhrif á lifrina, er góður fyrir húð og hár og ekki síst góður fyrir meltinguna og þyngdarstjórnun.

Nettó innihald: 400 ml

Innihald: Avokadó, epli, pera, gúrka og spínat.

Næringarefni í 100 ml: Orka 54 kcal, Prótein 0,4g, Kolvetni 8,7g (þar af ávaxtasykur 7,4g), Trefjar 2 g, Fita 2g (þar af mettuð fita 0,4g ), Natríum 0,1g


 

Odoo image and text block

Sá ósigrandi! – Rauðrófusafi

Rauðrófusafinn er allra meina bót! 

Margir eru háðir því að drekka hann á hverjum morgni og skyldi engan undra. Safinn hefur ekki bara æðavíkkandi áhrif og eykur blóðstreymi heldur getur hann líka dregið úr bólgum sem og dregið úr kvefi og hálsbólgu. Safinn er A, B & C vítamín ríkur. Einnig er hann kalíum, magnesíum, járn og karótín ríkur.

Nettó innihald: 250 ml

Innihald: Rauðrófa, epli, engifer og gulrót.

Næringarefni í 100 ml: Orka 55 kcal, Prótein <0,26g, Kolvetni 13 g (þar af ávaxtasykur 12,5g), Trefjar 1,5g, Fita 0,1g (þar af mettuð fita <0,1g ), Natríum <0,1g


 

Odoo image and text block

Sá sæti! - Mangósafi

Mangósafinn er ótrúlega vinsæll! 

Fyrir alla sem elska sætt og hentar því vel seinni partinn eða eftir kvöldmat. Getur þ.a.l. verið góður í að stjórna þyngdarsveiflum. Mangó er A, B, C & E vítamín ríkur ávöxtur. Safinn er góður fyrir meltinguna og örvar góðu bakteríurnar í ristlinum. Getur einnig hjálpað til gegn blóðleysi og getur verið gagnlegur gegn unglingabólum.

Nettó innihald: 250 ml

Innihald: Mangó, epli og banani.

Næringarefni í 100 ml: Orka 67 kcal, Prótein< 0,5g, Kolvetni 16g (þar af ávaxtasykur 14 g), Trefjar 2 g, Fita <0,5g (þar af mettuð fita 0,06g), Natríum <0,1g


 

Odoo image and text block

Sá trefjaríki! – Berjasafi

Þessi er góður fyrir meltinguna! 

Því hann er mjög trefjaríkur og fullur af A, B & C vítamínum og andoxunarefnum. Safinn er góður fyrir meltinguna, húð og sjón. Líkt og með mangósafann he ntar þessi vel til að grípa í þegar sætuþörfin kallar. Öll fjölskyldan berst um að ná þeim síðasta út úr ísskápnum.

Nettó innihald: 250 ml

Innihald: Epli, bláber, hindber og banani.

Næringarefni í 100 ml: Orka 51 kcal, Prótein <0,5g, Kolvetni 12g (þar af ávaxtasykur 10g ), Trefjar 3g, Fita <0,5g (þar af mettuð fita 0,03g), Natríum <0,1g


 

Odoo image and text block

Sá ljómandi! – Gulrótarsafi

Gulrótarsafinn er mjög trefjaríkur! 

Þar af leiðandi er hann góður fyrir meltinguna. Gulrætur eru gagnlegar fyrir öndunarveginn því þær eru ríkar í beta-karótín sem líkaminn breytir yfir í A-vítamín. Safinn er einnig B- og C-vítamín ríkur. Safinn er því góður fyrir sjónina, húðina og slímhimnur líkamans. Ennfremur getur safinn haft góð áhrif á ónæmiskerfið. Gulrótarsafi eykur alkalíefni í blóðinu og hjálpar því við til að afeitra líkamann. Þú ljómar eftir á.

Nettó innihald: 250 ml

Innihald: Gulrætur og epli.

Næringarefni í 100 ml: Orka 46,8 kcal, Prótein 0,23g, Kolvetni 11,5g (þar af ávaxtasykur 10,8g ), Trefjar 1g, Fita 0,1g (þar af mettuð fita <0,1g), Natríum <0,1g


 

Odoo image and text block

Búmm! Engiferskot

Engifer er eitt þekktasta krydd í heimi! 

Engifer hefur mikinn og góðann lækningamátt. Áhrif engifers eru aðallega bólgueyðandi, verkjastillandi, vöðvaslakandi og bakteríudrepandi og er engifer talinn góður fyrir kvillum eins og uppþembu, ristilkrampa, vindverkjum, sýkingu í meltingarvegi og matareitranir, morgunógleði, bílveiki, sjóveiki, hósta, hálsbólgu, kvefi, flensu, astma og kaldar hendur og fætur, liðverkir, tíðaverkir og mígreni.

Nettó innihald: 125 ml

Innihald: Engifer og epli

Næringarefni í 100 ml: Orka 50kcal, Prótein 0,7g , Kolvetni 10,4g (þar af ávaxtasykur 8,8g), Trefjar 1g, Fita 0,3g (þar af mettuð fita <0,1g), Natríum <0,1g


 

Odoo image and text block

Kveisubani! - Turmerik og Cayenne skot

Góður kokteill - Undraverð áhrif! 

Hefur sterk bólgueyðandi og andoxandi áhrif. Túrmerik er gjarnan notað fyrir kvillum eins og liðverkjum, magabólgu, vindverkjum, ristilkrampa, offitu, ógleði, háum blóðþrýstingi, háu kólesteróli, lélegu blóðflæði, æðahnútum, hálsbólgu, kvefi, astma, áunninni sykursýki, bólum og tíðaverkjum. Cayenne pipar er vel þekktur sem vörn gegn sýkingum. Hefur verið notaður við kvefi, hálsbólgu og sýkingum í meltingarvegi og er einnig talinn örva blóðrás og virkar því vel við hand- og fótkulda.

Nettó innihald: 125 ml

Innihald: Turmerik & Cayenne pipar, engifer, epli, ananas, sítróna, chili pipar

Næringarefni í 100 ml: Orka 54,6kcal, Prótein 1g , Kolvetni 11,6g (þar af ávaxtasykur 9,7g), Trefjar 1g, Fita 0,6g (þar af mettuð fita 0,2g), Natríum 0,003g


 

Odoo image and text block

Detox skot! Loksins á Íslandi

Give it a shot!

Gwyneth Paltrow og fleiri Hollywood stjörnur eru að drekka Activated charcoal eða virk kol, sítrónu og kókosvatn sem hefur í raun undraverð áhrif á líkamann. Virk kol virkar sem segull til að laða þungmálma og eiturefni sem bindast yfirborði þess. Vökvinn hefur því þau áhrif að sindurefni frásogast úr meltingarveginum áður en þau fara út í blóðrásina. Auk þess hjálpa skotin til við að draga úr bagalegum vindgangi og hvítta tennur svo dæmi séu nefnd. Síðast en ekki síst vilja sumir meina að þetta sé besti þynkubaninn, því skotin hjálpa til við að draga úr timburmönnum vegna frásogseiginleika þess.

Nettó innihald: 125 ml

Innihald: Virk viðarkol, sítróna, kókosvatn og epli

Næringarefni í 100 ml: Orka 39 kcal, Prótein 0,5g, Kolvetni 9,2g (þar af ávaxtasykur 8,2g), Trefjar 1g, Fita 0,5g (þar af mettuð fita <0,1g), Natríum 0,04g